Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu var í gær kærður fyrir peningaþvætti af ríkissaksóknara Brasilíu.

Ekki hefur verið gefið út opinberlega nákvæmlega að hverju ákæran snúist, en heimildir Reuters herma að það tengist strandhýsi í eigu fjölskyldu Lula sem var ekki gefin upp til skatts. Lula hefur hafnað því að hafa brotið af sér og að hann eigi strandhýsið, en það var af verkfræðistofu og leikur grunur á um að þar sé um að ræða pólitíska spillingu.

Spilling hefur verið mikið hitamál undanfarið í Brasilíu eftir að upp komst um fjöldi skandala tendum ríkisolíufyrirtækinu Petrobras.