Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, gerir upp hrunið í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Sem kunnugt er voru fimm ár liðin á sunnudaginn frá því að neyðarlögin voru samþykkt.

Í greininni segir Jónas Fr. meðal annars að við frágang á efnahagsreikningum nýju bankanna haustið 2009 hafi kröfuhöfum þeirra verið „seldur“ yfirgnæfandi hlutur í Íslansbanka og Arion banka en íslenska ríkið hafi eignast Lansbankann nánast að öllu leyti

„Bankarnir hafa hagnast verulega á þessum tíma og eigið fé þeirra styrkst að sama skapi - eða um 140 milljarða í tilviki Íslandsbanka og Arion. Ávinningur kröfuhafa er því töluverður og spyrja má hvort ríkið hafi „selt“ á of lágu verði,“ segir Jónas Fr. Jónsson.

Þá segir Jónas að spyrja megi hvort tækifæri hafi glatast við gerð stofnefnahagsreikninga nýju bankanna til að viðurkenna slæma stöðu lántaka og afskrifa að fullu hluta af kröfum. „Þannig hefði skuldavandi í kjölfar eigna- og skuldabólu og gengisfalls verið viðurkenndur og skuldaleiðrétting átt sér stað á árinu 2009. Á móti hefðu kröfur gömlu bankanna (kröfuhafa) á nýju bankana lækkað að sama skapi,“