Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi.
Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Jóhannes Bjarni Björnsson fær ekki að verja Ingólf Helgason, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, í stóra markaðsmisnotkunarmálinu. Dómari ákvað þetta við fyrirtöku á málinu í dag, að því er fram kemur á vef RÚV .

Ástæðan fyrir ákvörðuninni var að meðal gagna sérstaks saksóknara í málinu er skýrsla um símtal sem átti sér stað milli Jóhannesar Bjarna og Bjarka Diego, eins ákærða í málinu.

Björn Þorvaldsson saksóknari sagðist ekki geta útilokað að Jóhannes yrði kallaður sem vitni vegna þessa þó að hann hafi það ekki í hyggju núna. Því ákvað dómarinn að fella skipan Jóhannesar Bjarna úr gildi.