Á dögunum féll dómur í Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem fyrrverandi starfsmaður endurskoðunarfyrirtækisins PwC var dæmdur til greiðslu bóta að fjárhæð ríflega 2,5 milljónir króna fyrir að hafa brotið ákvæði í ráðningarsamningi þegar hann sagði upp og hafði viðskiptamenn af endurskoðunarfyrirtækinu.

Stefndi, Davíð Búi Halldórsson, var meðeigandi í PwC og var forstöðumaður starfstöðvar fyrirtækisins á Akureyri. Hann sagði upp störfum 29. maí 2012. Sagði hann í uppsagnarbréfi að við þær aðstæður sem uppi væru hefðu hluthafar ekki virt ákvæði í anda samstarfssamnings og hefði ákveðinn hluti hluthafa ekki sýnt samstarfinu nægilegan trúnað.

Taldi hann að mikilvægar forsendur fyrir samstarfssamningum væru brostnar og hann því ekki lengur skuldbindandi. Daginn eftir sögðu sömuleiðis upp störfum þrír starfsmenn PwC á Akureyri. Þeir starfa nú allir undir nafni fyrirtækisins Enor. Davíð segist hafa ætlað að vinna út sex mánaða uppsagnarfrest, en þann 4. júní var honum vikið úr starfi af framkvæmdastjóra og gert að yfirgefa starfsstöðina. Stjórn PwC staðfesti brottvikninguna og var honum tilkynnt það 14. júní.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .