*

föstudagur, 22. janúar 2021
Innlent 7. september 2014 16:34

Fyrrverandi orkumálaráðherra Noregs í Hörpu

Fjallað verður um arðsemi orkuútflutnings á fundi VÍB næstkomandi þriðjudag.

Edda Hermannsdóttir

Ola Borten Moe, fyrrverandi orumálaráðherra Noregs, mun fjalla um reynslu Norðmanna af alþjóðlegum orkumarkaði á fundi VÍB næstkomandi þriðjudag. Á fundinum verður aðrsemi orkuútflutnings til umræðu. Ola Borten mun jafnframt segja frá framtíðaráformum Norðmanna og rætt verður um mögulegan sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu.

Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Aska Energy Parners, taka þátt. 

Fundarstjóri verður Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjori VÍB, og Hjörtur Þór Steindórsson, forstöðumaður í orkuteymi Íslandsbanka mun stjórna pallborðsumræðum. Fundurinn verður haldinn í Hörpu. 

Stikkorð: VÍB Ola Borten Moe