„Við hefðum vandalaust getað tekið að okkur nokkrar nefndir í viðbót,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar á Facebook-síðu sinni um tilnefningar í nefndir Alþingis.

Samfylkingin tilnefnir Sigríðir Ingibjörg Ingadóttur til formennsku í velferðarnefnd, Katrínu Júlíusdóttur sem varaformann umhverfis- og samgöngunefndar og Oddnýju Harðardóttur sem varaformann fjárlaganefndar.

Árni Páll segir þær afar öfluga talsmenn flokksins og þrautreyndar. Oddný er fyrrverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi formaður þingflokks Samfylkingarinnar og hefur Katrín Júlíusdóttir gegnt sömu ráðherraembættum auk þess að hafa verið iðnaðarráðherra.