Fyrrverandi sambýliskona Francois Hollande Frakklandsforseta, Segolene Royal, mun taka sæti í ríkisstjórn Frakklands. Mikil uppstokkun verður gerð í ríkisstjórninni eftir að flokkur Hollandes beið afhroð í sveitastjórnarkosningum.

Royal verður umhverfisráðherra í ríkisstjórn Manuels Valls. Pierre Moscovici fjármálaráðherra hefur látið af embætti og skipta tveir ráðherrar með sér verkum hans.

Segolene Royal tók þátt í kosningabaráttu Hollandes, þá sambýlismanns hennar, þegar forsetakosningar fóru fram fyrir tveimur árum.

BBC greindi frá.