Sendiráð Kína að Víðimel 29.
Sendiráð Kína að Víðimel 29.
© Hörður Kristjánsson (VB MYND/ HKR)

Jón Guðmundsson, fasteignasali hjá Fasteignamarkaðinum ehf., staðfestir við Morgunblaðið í dag að hús kínverska sendiráðsins á Víðimel 29 í Reykjavík sé til sölu. „Við höfum verið að sýna áhugasömum húsið undanfarið. Húsið er auðvitað á eftirsóttum stað í bænum og fallegt í sinni upprunalegu mynd,“ segir Jón í samtali við Morgunblaðið.

Hann býst við að húsið verði selt á næstunni. „Þetta er glæsilegt hús og hentar vel sem stórt fjölskylduhús eða í nokkrar minni íbúðir og býður þannig upp á marga mögu- leika,“ segir Jón.

Í grein sem Jónas Haraldsson skrifaði í Morgunblaðið á þriðjudaginn var fjallað um vanhirðuna á húsinu, en það hefur staðið autt í rúmt ár. Kínverska sendiráðið fluttist í fyrrasumar í nýtt húsnæði þar sem Sjóklæðagerðin var áður til húsa, í Bríetartúni 1.