Anthony Badalamenti, fyrrverandi stjórnandi hjá Halliburton olíurisanum, var í dag dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í ár. Hann var fundinn sekur um að eyðileggja sönnunargögn vegna olíulekans í Mexíkóflóa árið 2010.

Fljótlega eftir að sprenging varð á olíuborpalli hjá Haliburton sem leiddi til lekans hófst rannsókn á málinu. Stjórnendum fyrirtækisins bar að varðveita gögn vegna lekans. Badalamenti lét hins vegar undirmenn sína markvisst eyða gögnum.

BBC greindi frá.