Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, hefur skipað Jóhann Ársælsson, fyrrverandi alþingismann, formann stjórnar Íbúðalánasjóðs í stað Katrínar Ólafsdóttur lektors sem óskað hefur lausnar vegna annarra starfa.

Þetta kemur fram á vef Íbúðalánasjóðs.

Jafnframt hefur ráðherra skipað Henný Hinz, hagfræðing, sem aðalmann í stjórnina og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, fyrrv. þingmann Samfylkingarinnar og nú sérfræðing í innanríkisráðuneytinu, sem varamann hennar.

Stjórn Íbúðalánasjóðs er þar með skipuð eftirtöldum fulltrúum:

  • Jóhann Ársælsson, fyrrverandi alþingismaður, formaður
  • Sjöfn Ingólfsdóttir, fyrrverandi formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, varaformaður
  • Henný Hinz, hagfræðingur
  • Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður
  • Elín R. Líndal, framkvæmdastjóri

Til vara:

  • Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi
  • Steinar Harðarson, verkfræðingur
  • Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu
  • Sigríður Á. Andersen, héraðsdómslögmaður
  • Hákon Hákonarson, vélvirki