Tveir fyrrverandi þingmenn voru á meðal umsækjenda um stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar. Þetta eru þau Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og áður Alþýðubandalagsins, og Ólína Þorvarðardóttir, sem var þingmaður Samfylkingarinnar.

Auk þeirra sóttu tíu aðrir um starfið. Svo fór að Þórdís Sif Sigurðardóttir var ráðin. Þórdís er lögfræðingur að mennt, uppalin í Borgarnesi og starfar nú sem sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst.

Ráðningarferlið var í höndum bæjarráðs Ísafjarðarbæjar sem fékk ráðgjafafyrirtækið Capacent sér til aðstoðar.