Robert Gates, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnir Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, harðlega vegna aðgerða í Afganistan.

Í bókinni Duty: Memoirs of a Secretary of War segir Gates að forsetinn hafi haft efasemdir um að aðgerðaráætlun ríkisstjórnar hans í Afganistan myndi skila árangri. „Ég hafði aldrei efasemdir um að hann styddi hermennina í Afganistan, en dró í efa að hann styddi hersetu þar,“ segir Gates.

Gates var varnarmálaráðherra í ríkisstjórnartíð Obama og George Bush. Hann var fyrsti ráðherrann sem hefur starfað í ríkisstjórn forseta Repúblikana og Demókrata.