Jane Fraser hefur verið ráðin sem forstjóri bankans Citigroup sem er þriðji stærsti banki Bandaríkjanna. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem kona er ráðin sem forstjóri hjá stórum alþjóðlegum banka en Fraser hefur unnið hjá Citigroup í 16 ár.

Fraser tekur við starfinu í febrúar næstkomandi, í miðri heimskreppu. Fyrir um ári bauð bankinn Wells Fargo Fraser forstjórastarf. Hún hafnaði því tilboði þar sem Citigroup bauð henni að taka yfir viðskiptabankastarfsemi félagsins á heimsvísu (e. global consumer bank). Umfjöllun á vef WSJ.

Fraser, sem er með gráðu frá Harvard og Cambridge. Hún hóf feril sinn hjá fjárfestingarbankanum Goldman Sachs.

Í lok ársins 2019 var 31 kona í æðstu stjórnendastöðu hjá þeim stóru skráðu fyrirtækjum í Bandaríkjunum, ekkert af þeim var banki. Fraser tekur við af Michael Corbat sem hefur starfað fyrir bankann í 37 ár og stýrt honum síðustu átta árin.