*

föstudagur, 29. maí 2020
Fjölmiðlapistlar 29. júní 2019 09:01

Fyrst með fréttirnar

Fjölmiðlar hafa líkt og fleiri orðið æ háðari netinu á undanförnum árum, þó það hafi vafist fyrir þeim flestum að hafa viðurværi af fréttaflutningnum þar.

Tölfræði fjölmiðla
Aðsend mynd

Fjölmiðlar hafa líkt og fleiri orðið æ háðari netinu á undanförnum árum, þó það hafi vafist fyrir þeim flestum að hafa viðurværi af fréttaflutningnum þar. Leiðirnar að þeim hafa einnig orðið hlykkjóttari, fyrst um félagsmiðla, en í seinni tíð í auknum mæli um skilaboðakerfi og tölvupóst, sem hafa þann kost að fréttirnar berast jafnóðum.

Að ofan má sjá hversu margir nota hið útbreidda WhatsApp til þess að fá sendar fréttir. Þar eru nýmarkaðsríkin í fremstu röð, einmitt þar sem fólk er líklegra til þess að fara á netið um snjallsíma en tölvur. Sem á einnig við um unga fólkið í þróaðri ríkjunum.