*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 4. febrúar 2019 10:50

Tap hjá Ryanair í fyrsta sinn frá 2014

Ryanair skilaði tapi í fysta sinn í fjögur ár undir lok síðast árs.

Ritstjórn
Michael O'Leary, forstjóri Ryanair.
epa

Írska Flugfélagið Ryanair skilaði tapi á einum ársfjórðungi í fyrsta sinn síðan árið 2014 að því er BBC greinir frá. Flugfélagið var rekið með 19,3 milljón evra tapi, tapi á síðustu þremur mánuðum síðasta árs sem samsvarar um 2,6 milljörðum króna. Félagið flutti 32,7 milljónir farþega samanborið við 30,4 milljón farþega á sama tíma árið 2017. Þá jukust tekjur félagsins um 9% og námu 1,53 milljörðum evra, um 210 milljörðum króna.

Ryanair segir harða samkeppni vera á flugleiðum þar sem of mörg flugfélög keppist um of fáa farþega. Hins vegar benda greinendur í fluggeiranum á að rekstrarkostnaður flugfélagsins hækkaði um 20% milli ára og nam 1,54 milljörðum evra. Þá nemur eldsneytiskostnaður 32% af tekjum og launakostnaður 31% af tekjum. 

Samhliða uppgjörin var greint frá því að gerðar verði breytingar á skipulagi flugfélagsins. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, verður forstjóri móðurfélags félagsins, en rekstur flugfélagsins verður í fjórum félögum:  Ryanair, Laudamotion, Ryanair Sun og Ryanair UK. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is