„Það var við umbúðaframleiðslu hjá Umbúðamiðstöðinni þegar ég var 14 ára,“ segir Andri Guðmundsson, forstjóri H.F. Verðbréfa, um sína fyrstu vinnu. Þar stóð hann vaktina við færibandið á vélum sem vaxhúða og líma saman umbúðir og setti vörur í kassa. „Þetta gerði ég í fimm sumur áður en ég sagði skilið við umbúðirnar og snéri mér að allt öðru.“

Andri segir færibandið ekki hafa verið sérstaklega gefandi en segir reynsluna góða af slíku framleiðslustarfi. „500 pakkningar utan um 1944 kjötbollur eða grjónagraut í kassa, 15 kassar á tímann, 10 tíma á dag, 5 daga vikunnar. Þarna var eitthvað fýsískt búið til, alvöru verðmæti en ekki bara excel hagnaður eins og við fjármálamenn búum til í dag.

Dálkurinn Fyrsta alvöruvinnan birtist á atvinnulífssíðu í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins þann 23. ágúst.