Fyrsta doktorsvörnin við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands fer fram á morgun, miðvikudag. Helga Kristjánsdóttir ver doktorsritgerð sína "Determinants of Exports and Foreign Direct Investment in a Small Open Economy" eða Gangráður útflutnings og beinnar erlendrar fjárfestingar í smáu opnu hagkerfi. Leiðbeinandi Helgu var Þorvaldur Gylfason prófessor við Háskóla Íslands en auk hans sátu í doktorsnefnd þeir Ronald Davies, dósent við Oregon Háskóla og Helgi Tómasson dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Andmælendur við vörnina verða þeir Keith Head prófessor við Háskólann í British Columbia og Gylfi Magnússon dósent við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Ágúst Einarsson prófessor og forseti Viðskipta-og hagfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í hátíðasal, aðalbyggingu og hefst kl. 14.00.