Í dag hóf Icelandair beint áætlunarflug til Dublin, höfuðborgar Írlands. Flogið er sex sinnum í viku allt árið um kring.

„Með stækkun leiðakerfis okkar á undanförnum árum og einkum mikilli fjölgun áfangastaða í Norður-Ameríku sjáum við nú tækifæri til að bæta borginni við hjá okkur, enda mun hún þétta og styrkja tengiflugið til og frá Bandaríkjunum og Kanada, auk þess sem hún nýtur vinsælda hjá Íslendinum“, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.

Á myndinni sem tekin var í móttökuathöfn á flugvellinum í Dublin í dag er áhöfnin ásamt Boga Nils Bogasyni, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair og Paul O’Kane framkvæmdastjóra hjá Dublin flugvelli, en það er flugstjórinn í fyrsta fluginu, Örnólfur Jónsson, sem mundar skærin.