*

fimmtudagur, 20. febrúar 2020
Innlent 12. september 2017 19:17

Fyrsta flug Wow air til Ísrael

Skúli Mogensen, stofnandi Wow air, segir að með því að tengja Tel Aviv við leiðarkerfi Wow air til Norður Ameríku muni staða Íslands sem tengistöð styrkjast enn frekar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Wow air flýgur sitt fyrsta flug til Tel Aviv í Ísrael í kvöld. Flogið er í nýrri Airbus A321neo vél fjórum sinnum í viku. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingum býðst beint áætlunarflug til Ísrael.

„Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á ferðum til og frá Ísrael enda land sem býr yfir ríkri menningu. Með því að tengja Tel Aviv við leiðarkerfi Wow air til Norður Ameríku þá mun staða Íslands sem tengistöð styrkjast enn frekar,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og eigandi Wow air.

Líkt og Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um þá hafa átt sér stað viðræður á milli Wow air og hugsanlegra samstarfsaðila í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, um beint flug íslenska flugfélagsins til Indlands. Skúli hefur gefið það út að félagið muni hefja flug til Asíu á næsta ári. 

Stikkorð: Wow air Ísrael Tel Aviv beint flug