*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Erlent 12. nóvember 2020 14:36

Fyrsta flugið til Kína í um 9 mánuði

American Airlines mun hefja farþegaflug til Kína á nýjan leik næsta miðvikudag. Ekki flogið til Kína síðan í febrúar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

American Airlines mun hefja farþegaflug til Kína á nýjan leik næsta miðvikudag, en ekkert flug hefur farið fram á vegum félagsins milli landanna frá því í febrúar. Hér eftir munu tíu flug fara á milli Bandaríkjanna og Kína í hverri viku og er þetta liður í tilraunum Bandaríkjanna til að auka tíðni farþegafluga á milli þessara tveggja stærstu hagkerfa heimsins á nýjan leik. Reuters greinir frá.

Í júní sömdu Bandaríkin og Kína um að leyfð yrðu fjögur flug í viku milli landanna, en líkt og löngu þekkt er orðið hefur kórónuveirufaraldurinn nær lamað millilandaflug. Í ágúst ákváðu löndin svo að leyfa átta flug í viku og nú hefur flugunum verið fjölgað í tíu.

Á miðvikudaginn mun líkt og fyrr segir fyrsta farþegaflug á vegum American Airlines fara í loftið DFW alþjóðaflugvellinum í Texas og halda til Pudong flugvallarins í Sjanghæ, með viðkomu í Seoul.

American Airlines bætist þar með í hóp United Airlines og Delta Air Lines, sem hvort um sig stendur fyrir fjórum farþegaflugum í viku til Kína frá Bandaríkjunum.