Seðlabanki Íslands hefur samþykkt að veita slitastjórn Glitnis undanþágu frá fjármagnshöftum til að greiða kröfuhöfum. Greint er frá þessu á Bloomberg í dag. Greint er frá því að slitastjórn Glitnis haf þar með komist yfir síðustu hindrunina til að ljúka skiptum við kröfuhafa.

Fyrsta greiðslan verður greidd þann 18. desember og hlutir verða gefnir út til skuldabréfaeigenda ekki seinna en 11. janúar að sögn bankans. Hluthafar Glitnir þurfa síðan að kalla til fundar til að kjósa nýja stjórn bankans.