© Aðsend mynd (AÐSEND)

Handbókin Árangursrík fræðsla og þjálfun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki er nýkomin út. Þetta ku vera fyrsta bókin sem gefin er út hér á landi um fræðslu og þjálfun á vinnumarkaði. Höfundarnir eru nokkrir. Aðalhöfundur bókarinnar er Árný Elíasdóttir , ráðgjafi og eigandi hjá Attentus - mannauði og ráðgjöf, en aðrir höfundar eru Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri hjá Starfsafli, Karin Kronika, BEST ráðgjöf og símenntun í Vín, Austurríki og Asier Dieguez, Fondo Formacion Euskadi ráðgjöf og símenntun í Bilbao á Spáni. Bókin kemur út á fjórum tungumálum; íslensku, ensku, þýsku og spænsku.

Fram kemur í tilkynningu að bókin er evrópskt Leonardo samvinnuverkefni sem byggir meðal annars á hugmyndafræði íslenska verkefnisins Fræðslustjóri að láni . Í bókinni er að finna upplýsingar og ítarefni um fræðilega og hagnýta nálgun að stefnumiðaðri (e. strategic) þjálfun og starfsþróun og er hún ætluð fræðslustjórum og mannauðsráðgjöfum.

Þá segir tilkynningu að Í bókinni er að finna upplýsingar og ítarefni um fræðilega og hagnýta nálgun að stefnumiðaðri (e. strategic) þjálfun og starfsþróun og er hún ætluð fræðslustjórum og mannauðsráðgjöfum. Gerð er grein fyrir þeim áskorunum sem fyrirtæki standa frammi fyrir í dag, við að bæta skilvirkni fyrirtækja og auka samkeppnisforskot með því að fjárfesta í mannauði sínum. Handbókin inniheldur útskýringar, dæmi, verkfæri og sniðmát svo hún megi gagnast sem hagnýtt tæki við greiningu, skipulag og mat þjálfunar og fræðslu.

Verkefnið Fræðslustjóri að láni er fjölþjóðlegt verkefni sem styrkt er sameiginlega af Leonardo Menntaáætlun Evrópusambandsins og fjórum evrópskum þátttakendum, m.a. tveimur íslenskum aðilum, Starfsafl og Attentus - mannauði og ráðgjöf. Fræðslustjórinn í skilningi verkefnisins er mannauðsráðgjafi sem greinir þarfir fyrir þjálfun/fræðslu innan fyrirtækisins og hannar í kjölfarið sérsniðna fræðslu- og námsáætlun.