Í haust stendur til að hefja rekstur á sláturhúsi á Seglbúðum í Landbroti. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í vikunni að búið sé að stofna einkahlutafélag utan um sláturhúsið. Stofnandi félagsins er Geilar ehf., en það er í eigu Erlendar Björnssonar og Þórunnar Júlíusdóttur, bænda á Seglbúðum. Að sögn Þórunnar er um fyrsta einkasauðfjársláturhús landsins að ræða.

Þórunn segir að markmiðið með sláturhúsinu sé að sauðfé þurfi ekki ferðast um langan veg til slátrunar og neytendur geti keypt vöru sem er ræktuð og unnin á sjálfbæran hátt. Hingað til hefur einungis verið boðið upp á að slátra sauðfé í stórum sláturhúsum og hefur þróunin verið á þann veg að sláturhúsum hefur fækkað, þau stækkað og orðið tæknilegri á síðustu misserum. Hún segir eftirspurn eftir litlu sláturhúsi á svæðinu en fyrst um sinn fær sláturhúsið einungis leyfi til að slátra 45 gripum af sauðfé á dag.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .