Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,2% frá því opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 10 í morgun og stendur nú þegar þetta er skrifað, kl. 10:45 í 3.857 stigum.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,2% í gær en hefur hækkað jafnt og þétt frá opnun í morgun. Þetta er í fyrsta skipti í þessari viku sem hlutabréf hækka í upphafi dags.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga.

Velta með hlutabréf er um 1,6 milljarðar. Þar af eru tæpar 820 milljónir með bréf í Kaupþing, tæpar 530 milljónir með bréf í Landsbankanum og rúmlega 100 milljónir með bréf í Straum en minni velta er með bréf í öðrum félögum og engin velta í öðrum.

Krónan hefur veikst um 0,6% í morgun og er gengisvísitalan nú 17,7 stig sem er nálægt meti en í gær fór hún um tíma upp í 172,8 stig.