Söngkonan Björk Guðmundsdóttir mun gegna hlutverki í bandarísku bíómyndinni The Northman. Robert Eggers ásamt Sigurjóni Birgi Sigurðssyni, sem fer gjarnan undir nafninu Sjón, skrifuðu handrit myndarinnar en Robert Eggers er leikstýrir. Ásamt Björk mun dóttir hennar Ísadóra Bjarkardóttir, Nicole Kidman, Alexander Skarsgard og Willem Dafoe leika en ekki er víst hvenær myndin kemur út.

Björk mun bregða sér í hlutverk nornar og á myndin að gerast á tíundu öld. Söguþráður myndarinnar snýr að norrænum prins sem leitar hefndar eftir að faðir hans er myrtur. Umfjöllun á vef movieweb.

Engar nánari upplýsingar hafa verið gefnar um myndina en leikstjórnandinn Robert Eggers er þekktur fyrir mynd sína The Witch sem gefin var út árið 2015. Tekjur myndarinnar námu um 40 milljónum dollara, andvirði 5,5 milljarða króna miðað við gengi dagsins í dag. Kostnaður myndarinnar nam tíund af tekjum hennar.