Francis páfi stýrði fyrstu jólamessu sinni í Péturskirkjunni í Róm í gær. Þar heiðraði hann m.a. líkneski af Jesúbarninu og flutti ávarp en þar sagði hann þá sem elski Drottinn og mannkyn gangi á vegum ljóssins. Þeir sem hafi týnt sjálfum sér og svíki aðra hafi orðið myrkrinu að bráð. Talið er að 10.000 manns hafi hlýtt á messu páfa í Péturskirkjunni auk þess sem fjöldi manns fylgdist með henni af risaskjám á Péturstorginu, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Francis tók við sem páfi í mars á þessu ári og fagnar . Hann er fæddur í Argentínu og fagnaði 77 ára afmæli 17. desember síðastliðinn.