Fyrsta ráðstefna FKA Framtíðar var haldin við hátíðlega athöfn föstudaginn 5. maí sl. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Náðu árangri án þess að tapa heilsunni“ og tengdist þema starfsárs FKA Framtíðar um að endurskilgreina ofurkonuna, að því er kemur fram í tilkynningu.

„Þemað var valið vegna aukinnar umræðu um streitu og kulnun meðal kvenna í íslensku atvinnulífi og taldi stjórn FKA Framtíðar mikilvægt að hefja umræðu um það hvernig konur geti náð árangri án þess að tapa heilsunni. Flestir af stærri viðburðum ársins tengdust umræddu þema með einum eða öðrum hætti og var ráðstefnan punkturinn yfir i-ið“ segir Thelma Kristín Kvaran, formaður FKA Framtíðar.

Dagskrá ráðstefnunnar var þétt skipuð sterkum kvenfyrirmyndum í íslensku atvinnulífi, þeim Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, Tanyu Zharov, aðstoðarforstjóra Alvotech, Ragnhildi Geirsdóttur, forstjóra Reiknistofu bankanna, Önnu Steinsen, eiganda Kvan og Dr. Erlu Björnsdóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra Betri svefns.

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)

Fyrirlesararnir sögðu frá persónulegum áskorunum úr lífi og starfi og hvernig þær hafa tekist á við streitu, áreiti og gagnrýni. Minntu þær áheyrendur á mikilvægi þess að gleðjast, taka sjálfar sig ekki of alvarlega, leita aðstoðar og síðast en ekki síst bera sig eftir björginni og sækjast eftir framgangi í starfi, hvort sem það er starfstitill eða verkefni.

,,Það var hvetjandi að heyra þeirra sögur og hvernig þær hafa á margan hátt rutt brautina fyrir okkur sem eftir komum. Þær sögðu sumar frá því hvað veldur þeim streitu enn þann dag í dag en minntu á mikilvægi þess að sýna sjálfsmildi, því allar gerum við mistök en stundum snýst þetta meira um að klára verkefnin frekar en að skila af okkur fullkomnu verki” bætir Thelma við.

Dr. Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)
Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)
Anna Steinsen, eigandi Kvan.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)

FKA Framtíð er fyrir konur sem vilja vaxa og ná lengra í íslensku atvinnulífi, að því er kemur fram í tilkynningu.

„Deildin er fyrir konur sem vilja halda áfram að læra, þróast, þiggja og gefa af sér til annarra kvenna, styður við einstaklingsþróun bæði fag- og persónulega, skapar grundvöll til að deila reynslu og auka styrk sinn með innblæstri frá öðrum konum. Mikil áhersla er lögð á að félagskonur efli hver aðra með ráðum, innblæstri og byggi upp virkt og öflugt tengslanet.“

Í stjórn FKA Framtíðar sitja Thelma Kristín Kvaran formaður, Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, Karlotta Halldórsdóttir, Árdís Hrafnsdóttir, Sigríður Inga Svarfdal, Anna Björk Arnardóttir og Sólveig R. Gunnarsdóttir.

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, Karlotta Halldórsdóttir, Thelma Kristín Kvaran, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Anna Björk Árnadóttir, Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, Sigríður Inga Svarfdal og Andrea Róbertsdóttir.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)
Dr. Erla Björnsdóttir, Tanya Zharov, Ragnhildur Geirsdóttir, Birna Einarsdóttir og Anna Steinsen.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)
Marta Hermannsdóttir.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)
Andrea Ýr Jónsdóttir.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)
Grace Achieng.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)
Alda Kristín Sigurðardóttir, Steinunn Ósk Valsdóttir, Karlotta Halldórsdóttir og Sjöfn Arna Karlsdóttir.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)
Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir og Steinunn Ósk Valsdóttir.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)