Fyrsta rafmagnsrútan er nú komin til Evrópu og það til Íslands. Hún var pöntuð af íslenska rútufyrirtækinu Guðmundi Tyrfingssyni ehf. og var keypt af kínverska rútuframleiðandanum Yutong Eurobus. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu .

Rútan ber nafnið E12 og hefur vakið athygli bæði í Noregi og Svíþjóð. Stór fyrirtæki í Skandinavíu hafa sýnt rútunni mikinn áhuga og hafa þegar óskað eftir því að funda til að ræða hugsanleg kaup.

Rútan sjálf er 12 metrar á lengd og eru rafhlöðurnar með 295 kílóvattastunda hleðslugetu og drífa 320 kílómetra án endurhleðslu, segir í grein Morgunblaðsins.

33 sæti eru í rútinni en einnig er rými fyrir 62 standandi farþega. Breidd rútunnar er 2,55 metrar og 3,35 metrar á hæð að rafhlöðum á þaki meðtöldum. Þá er ásþungi rútunnar 13.300 kg, en tæknileg heildarþyngd hennar 19.700 kg.