Ástralska flugfélagið tilkynnti í dag um fyrsta rekstrartap félagsins síðan það var einkavætt árið 1995. Helstu ástæðurnar fyrir 244 milljón ástralskra dollara tapi fyrstu sex mánaðu þessa árs eru hár eldsneytiskostnaður og tap á erlendum rekstri félagsins samkvæmt frétt BBC. Tap félagsins hingað til í ár jafngildir um 30 milljörðum íslenskra króna.

Á sama tíma hefur félagið einnig ákveðið að hætta við pöntun á 35 Boeing Dreamliner þotum ffyrir um 8,5 milljarða Bandaríkjadala vegna minni vaxtar félagsins á næstu árum en búist var við. Alan Joyce, forstjóri Quantas segir að vöxtur félagsins verði minni vegna óvissu um efnahagsumhverfið næstu misserin. Félagið hefur meðal annars ákveðið að segja upp 2.800 manns á næstunni til að hagræða í rekstri félagsins.