Samkvæmt nýbirtum tölum frá Ferðamálastofu fóru rúmlega 101.800 erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í ágúst síðastliðnum, sem er aukning upp á tæp 14% frá því í ágúst í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunkornum Greiningar Íslandsbanka. Er þetta fjölmennast ferðamannamánuður frá upphafi. Þessi mikli fjöldi í ágúst kemur Greiningu Íslandsbanka ekki á óvart. Þannig mátti fyrirfram reikna með að erlendir gestir færu vel yfir 100 þúsund eftir að júlítölurnar lágu fyrir og sýndu að um 97.800 erlendir gestir hafi farið frá landinu um Leifsstöð í þeim mánuði en ágústmánuður hefur ávallt verið fjölmennast mánuðurinn á árinu.