Fyrsta skóflustungan að álveri Fjarðaáls var tekin í dag. Fyrsti áfangi jarðvegsvinnu hefst síðan síðan um miðjan júlí. Jarðvegur úr þessum fyrsta áfanga, alls 7.000 rúmmetrar, verður notaður sem uppfyllingarefni í nýju höfnina sem verður tilbúin til notkunar sumarið 2005. Jarðvegsvinnu verður síðan að fullu lokið á næsta ári og í apríl 2005 verður byrjað að steypa kerskála álversins.

Í janúar 2007 verður höfnin tilbúin til löndunar á þeim hráefnum sem þarf til framleiðslu á áli og í apríl sama ár verður álverið tilbúið að hefja starfsemi. Áætlað er að full starfsemi verði komin á í lok árs 2007.