Sigurður Erlingsson framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs
Sigurður Erlingsson framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs
© BIG (VB MYND/BIG)
Íbúðalánasjóður sendi aðalmiðlurum nýlega tilkynningu þess efnis að heimildir til láns á íbúðabréfum í flokknum HFF14 hefðu verið lækkaðar úr 2,4 milljörðum króna í 1,9 milljarða. Um leið minnka möguleikar aðalmiðlara til skortsölu á bréfunum. Aðspurður um ástæðu þessa segir Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri ÍLS, breytinguna stafa af því að þetta sé fyrsta skrefið í átt að því að loka flokknum sem verði gert í áföngum fram að gjalddaga. „Flokkurinn er orðinn lítill og ekki um frekari útgáfu að ræða og vakt með þessum flokki ÍLS bréfa takmörkuð,“ segir hann.