Fyrsta skrifstofuhótelið á Vestfjörðum var formlega opnað á Ísafirði á föstudaginn. Er það til húsa í verslunarmiðstöðinni Neista. Hótelið er í eigu Kristjáns Jóhannssonar og Ingu Ólafsdóttur að því er kemur fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði.

Boðið verður upp á fundaraðstöðu með 50? flatskjá, háhraðanettengingu, fundarsímum og þess sem til þarf en auk þess boðið upp á þrjár skrifstofur til útleigu sem meðal annars lögfræðiþjónustan Lögafl hefur nýtt sér. Einnig er lítill fyrirlestrarsalur með skjávarpa.