Stjórnarkjöri á aðalfundi MP Banka, sem fram fór í gær, var frestað um nokkrar vikur. Fram kom í hádegisfréttum útvarpsins gær að Jóhanna Waagfjörð, fyrrverandi fjármálastjóri Haga, og Sveinn Margeirsson verkfræðingur hefðu tilkynnt um framboð sín. Þau sátu í stjórn Byrs sparisjóðs á sínum tíma en hafa hvorugt setið í stjórn MP Banka. Hingað til hafa kosningar til stjórnar bankans verið rússneskar.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins mun hópur hluthafa í MP Banka, á borð við BYR, TM og VÍS, sem samtals fara með yfir 20% hlutafjár, hafa óskað eftir því að fram færi hlutfallskosning við stjórnarkjör en ekki kom til þess.