Gríska ríkið hefur selt þriðjungshlut í happdrættisfyrirtækinu Opap til tékknesks-grísks fjárfestingasjóðs, Emma Delta. Opap hefur tíu ára leyfi til að reka um 35.000 spilakassa í Grikklandi og einkaleyfi á tólf happdrættisleikjum til ársins 2013. Salan hefur dregist vegna þess að gríska ríkinu þótti 622 milljóna evra (um 95 milljarða króna) tilboð sjóðsins of lágt, en endanlegt verð hefur ekki verið gefið upp.

Gríska ríkið hefur skuldbundið sig til að selja ríkiseignir fyrir um 9,5 milljarða evra fyrir árið 2016 samkvæmt samkomulagi við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Er það skilyrði fyrir áframhaldandi stuðningi við gríska ríkið. Salan á Opap hlutnum er fyrsta stóra einkavæðingin frá því að samkomulagið var undirritað.

Opap skilaði 505 milljóna evra hagnaði í fyrra, en samt er markaðsvirði fyrirtækisins aðeins um 726 milljónir evra. Emma Delta segir að mikil óvissa ríki varðandi tekjustreymi fyrirtækisins.