Tap Rio Tinto Alcan á Íslandi (álversins í Straumsvík) nam í fyrra um 15,4 milljónum Bandaríkjadala, eða um 1,9 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi, samanborið við hagnað upp á 36,1 milljón dala hagnað árið 2011, eða um 4,4 milljarða króna á þáverandi gengi.

Þetta er í fyrsta sinn sem álverið er rekið með tapi frá því að Rannveig Rist tók við sem forstjóri þess í byrjun árs 1997. Rekstur þess hefur síðustu ár verið með afbrigðum góður og þrátt fyrir tapið á síðasta ári stendur álverið vel fjárhagslega. Samanlagður hagnaður síðustu fimm ára, að árinu 2012 meðtöldu, er um 151 milljón dala, eða því sem samsvarar um 18,7 milljörðum króna á núverandi gengi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.