Í dag fór fram útboð á ríkisbréfum til tveggja ára, RIKB 08, hjá Lánasýslu ríkisins.

?Alls bárust 36 tilboð í flokkinn samtals að nafnvirði 14 milljarða króna tekið var tilboðum fyrir 5 milljarða króna að nafnverði með 11,6% meðalávöxtun. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisbréf í þessum flokki eru gefin út en Lánasýslan stefnir að því að byggja upp flokkinn í tveimur útboðum til viðbótar, í júlí og ágúst, og verður fjárhæð hvers útboðs 5 milljarðar króna," segir greiningardeild Kaupþings banka,

Næsti tveggja ára flokkur verður opnaður í desember á þessu ári, að sögn greiningardeildar.

?Með útgáfu ríkisbréfa til tveggja ára er markmið Lánasýslunnar að styrkja vaxtamyndum á innlendum skuldabréfamarkaði. Vaxtaferill ríkisbréfa við lokun markaða í dag lág á bilinu 9,05% til 11,9% en bréfin eru með meðallíftíma á bilinu 0,7 til 5,1 ár,? segir greiningardeildin.