*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 13. júní 2021 22:05

Fyrsta vélin að verða klár hjá Play

Fly Play birti í kvöld mynd af fyrstu flugvélinni sem komin er í rauðan einkennislit félagsins.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fly Play birti í kvöld mynd af fyrstu flugvél félagsins komin í rauðan einkennislit félagsins. Félagið á von á henni fljótlega til landsins. Vélin er af gerðinni Airbus A321neo og er skráð sem TF-AEW í loftfaraskrá Samgöngustofu.

Stefnt er að því að fyrsta flug Play fari frá Keflavíkurflugvelli til London þann 24. júní. Þá stefnir félagið á skráningu á First North markaðinn á næstu vikum.

 

Stikkorð: flug Fly Play