Allir risaborarnir voru samtímis í notkun á virkjunarsvæðinu í síðustu viku, í fyrsta sinn frá því bor nr. 1 var tekinn í gagnið í september. Nýjasti borinn afkastaði 180 metrum. Það telst góður framgangur og bergið á leiðinni er hagstætt. Færibandakerfið á bor nr. 2 virkaði enn ekki sem skyldi og afköstin voru í samræmi við það, einungis tæplega 70 metrar.

Í Kárahnjúkastíflu bættust við ríflega 94 þúsund rúmmetrar af fyllingarefni og þeim áfanga var náð að fylla gljúfrið nægilega mikið til að hægt væri að aka bíl af öðrum bakkanum yfir á hinn um stífluna segir í frétt á heimasíðu Kárahnjúkavirkjunar.

Í Fljótsdal var unnið við að sprengja og grafa geil þvert í gegnum stöðarhúshellinn í Valþjófsstaðarfjalli (sjá meðfylgjandi teikningu) og síðan verður berglagið allt fjarlægt til beggja enda hellisins á næstu vikum. Þannig fikra menn sig niður á við til að ná fullri lofthæð í hellinum.