*

laugardagur, 31. október 2020
Erlent 1. febrúar 2013 20:35

Fyrsti Barbie veitingastaður veraldar opnar

Nú kætast líklega einhverjir á meðan að aðrir missa matarlystina.

Ritstjórn

Dótaframleiðandinn Mattel hefur veitt veitingahúsakeðjunni Sinlaku leyfi til að reka veitingastað undir merkjum Barbie í Taipei í Tævan en þetta er fyrsti Barbie veitingastaður veraldar. Sófarnir eru bleikir og borðin í laginu eins og háir hælar. Daily News greinir frá málinu

 „Við völdum Tævan vegna þess að þemaveitingastaðir eru vinsælir og við erum bjartsýnir á að Barbie veitingastaður sé góður kostur fyrir ímynd Barbie,“ Segir Iggy Yip yfirmaður neytendavörusviðs Mattel í Kína. 

Og þá er ekkert annað en að panta sér farmiða til Taipei og ekki gleyma góða skapinu. 

Stikkorð: Barbie