Viðskipti með bréf Alvotech á First North markaði hófust í dag. Fyrstu viðskipti með bréf félagsins fóru á genginu 1.310 krónur á hlut en undir lok dags var gengið 1.332 í 83 milljóna króna viðskiptum. Vika er síðan viðskipti með bréf félagsins hófust í bandarísku Nasdaq kauphöllinni í New York. Eftir lokun markaði í gær stóð gengið í 9,59 dölum en útboðsgengið var 10 dalir á hlut og hefur gengið því lækkað um 4,1%.

Sjá einnig: Alvotech skráð á First-North

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,28% í 1,3 milljarða króna viðskiptum í dag. Gengi Marels hækkaði um 0,69% í 405 milljóna króna viðskiptum en mest velta var með bréf félagsins á markaði í dag.

Af 22 skráðum félögum voru 10 rauð og átta græn. Þá hækkaði gengi Haga mest eftir viðskipti dagsins en hækkunin nam 1,93% í 85 milljóna króna viðskiptum. Gengi félagsins hefur hækkað um 0,76% á síðastliðnum mánuði. Þá lækkaði gengi Nova um 2,16% í 99 milljóna króna viðskiptum. Gengið stendur nú í 4,52 og hefur lækkað um 11,5% frá útboðsgengi.

Til að fagna skráningu Alvotech hringdi Robert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, lokabjöllu Nasdaq-markaðarins. Hægt er að sjá upptöku af streymi hér: