Reinhard Siekaczek, fyrrum framkvæmdastjóri fjarskiptabúnaðardeildar Siemens, var í dag fundinn sekur um trúnaðarbrot og dæmdur til að greiða 108 þúsund evrur í sekt og sæta tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið. Siekaczek var ákærður fyrir að hafa byggt upp flókið kerfi mútusjóða og gervifyrirtækja til að fela ólögmætar mútugreiðslur Siemens til fyrirtækja, stofnana og ríkisstjórna vítt og breitt í heiminn undanfarinn áratug. Er mál hans hið fyrsta af mörgum sambærilegum sem tengjast Siemens í Þýskalandi og vænta má að dómstólar þar í landi taki til meðhöndlunar.

Risavaxið mútumál

Talið er að mútumálið snúist um greiðslur upp á allt að 1 milljarði evra en óvíst er þó að öll kurl séu komin til grafar. Siemens er stærsta tækni- og verkfræðifyrirtækitæki Evrópu og hefur mútumálið m.a. haft þau áhrif að framkvæmdastjóri þess, Klaus Kleinfeld, sagði af sér og sömuleiðis stjórnarformaður, Heinrich von Pierer.