*

sunnudagur, 25. júlí 2021
Innlent 27. maí 2017 12:15

Fyrsti fundur Framfarafélagsins

Framfarafélag Sigmundar Davíðs heldur sinn fyrsta fund í dag undir yfirskriftinni „Framtíðin“.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Framfarafélagið heldur í dag sinn fyrsta fund í Rúgbrauðsgerðinni undir yfirskriftinni „Framtíðin“. Fundurinn hófst klukkan 11 og er Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landsambands Framsóknarkvenna, fundarstjóri. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður félagsins og fyrrum forsætisráðherra, kemur einnig fram. Gestafyrirlesari er Eyþór Arnalds.

Sigmundur Davíð boðaði stofnun Framfarafélagsins fyrir stuttu og sagði hann að félagið ætti að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins og að félaginu komi fólk víða að úr samfélaginu; framsóknarmenn, meðlimir annarra flokka og fólk sem engin afskipti hafi haft af stjórnmálum.

Spurður að því hvort hann væri með þessu að stofna nýjan stjórnmálaflokk sagði Sigmundur Davíð: „Nei, alls ekki. Félagið mun sjálfsagt þróast með tímanum og láta taka til sín á ýmsan hátt, en þetta er ekki stofnað sem stjórnmálaflokkur.“