Annar af tveimur ráðherrabílum Jóhönnu Sigurðardóttur á árunum 2009-2013 var af gerðinni Honda CR-V. Bíllinn var keyptur af nýr félagsmálaráðuneytinu árið 2007, en þá var Jóhanna félagsmálaráðherra.

Var það í fyrsta sinn sem bíll af gerðinni Honda varð fyrir valinu sem ráðherrabíll. Japanska fyrirtækið Honda hóf bílasmíði árið 1963, í fyrstu aðeins fyrir heimamarkað. Nokkrum árum síðar komu fyrstu Hondurnar til Íslands í. Bernhard ehf. hefur verið með umboðið fyrir Hondu frá upphafi, en fyrirtækið var stofnað árið 1962.

Vinsæll og velheppnaður

Honda CR-V kom fyrst á markað árið1995. Bíll Jóhönnu var þriðja kynslóð hans en sú fjórða var frumsýnd árið 2012. Sá bíll hlaut titilinn bíll ársins á Íslandi í flokki jeppa og jepplinga og hefur verið með söluhæstu bílum á Íslandi frá upphafi.

Jóhanna keypti ráðherrabílinn.