The Guardian hefur birt fyrsta kaflanna af eftirsóttustu bók ársins Go Set A Watchman framhaldi bók Harper Lee To Kill a Mockingbird . Bókin gerist 20 árum eftir atburði hennar og í fyrsta kaflanum er hin 26 ára gamla Scout á leið heim til föður síns, sem er orðinn 72 ára og veikur. Bókin í heild sinni er væntanleg 14. júlí.

Mikil eftirvænting hefur verið fyrir bókinni en áður var talið að Lee hefði einungis skrifað eina bók á ævinni, To Kill a Mockingbird sem hún vann Pulitzer-verðlaunin fyrir . Á síðu The Guardian má einnig hlusta á upplestur leikkonunnar Reese Witherspoon.

Lee Skrifaði Go Set a Watchman á undan To Kill a Mockingbird og áttu bækurnar að vera hluta af þríleik ásamt óskrifaðri smásögu.

Hér má nálgast fyrsta kaflann og upplestur Witherspoon.