*

laugardagur, 4. desember 2021
Innlent 17. nóvember 2013 17:38

Fyrsti Kauphallardagurinn haldinn

Um tólf mismunandi örnámskeið voru haldin á fyrsta Kauphallardeginum á laugardaginn.

Ritstjórn

Fyrsti Kauphallardagurinn var haldinn laugardaginn 16. nóvember í Háskólanum í Reykjavík. Um er að ræða fræðsludag um hin ýmsu málefni tengd fjármálum og sparnaði. Ásamt því var skemmtun fjölskylduna.

Viðburðurinn trekkti bæði unga sem aldna að en um 12 mismunandi örnámskeið voru í boði og því gátu allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hringdi inn Kauphallardaginn í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík.

 

 

 

 

 

 

 

Páll Harðarson og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, ræða málin.

 

Ragnar Örn Kormáksson frá Klak Innovit hélt fyrirlestur tengdan nýsköpun.

 

 

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, fjallaði um fjármál þeirra sem eru að hætta að vinna.

 

Sumir fylgdust með af áhuga á meðan aðrir fylltust skelfingu við efri árin.

 

 

 

 

Að sjálfsögðu vantaði ekki Kauphallarbjölluna. Börnin sýndu bjöllunni mikinn áhuga.