Icelandair lagði upp í sitt fyrsta flug til Raleigh-Durham í Norður-Karólínufylki Bandaríkjanna í dag. Flugfélagið mun fljúga þangað fjórum sinnum í viku á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum frá 12. maí til 30. október.

„Á árinu höfum við hafið flug á ný til fjölda kunnuglegra borga en nú kynnum við til sögunnar nýjan áfangastað í fyrsta sinn síðan 2018. Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi og Raleigh-Durham er áfangastaður sem smellpassar inn í leiðakerfi okkar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í fréttatilkynningu

Raleigh og Durham eru nágrannaborgir í Norður-Karólínu og hafa þær vaxið hratt undanfarin ár. Með þessari viðbót mun Icelandair nú alls fljúga til til 14 áfangastaða í Norður-Ameríku og 30 í Evrópu í ár.