Japanski leikjaframleiðandinn Nintendo hefur skilað rekstrarhagnaði í fyrsta sinn í fjögur ár.

Rekstrarhagnaður fyrirtækisins nam 24,8 milljörðum japanskra jenum, eða sem nemur rúmum 26 milljörðum íslenskra króna, fyrir síðasta rekstrarárið sem lauk nú í mars. Hagnaðurinn var langt umfram þeim 20 milljörðum jenum sem fyrirtækið hafði spáð fyrir um.

Lægri kostnaður hjá fyrirtækinu er talið hafa unnið gegn lægri tekjum af sölu til að skila þessum hagnaði. En sala lækkaði um næstum 4% á árinu.

Fyrirtækið spáir því að það muni hagnast tvöfalt meira á næsta ári og áætlar að rekstrarhagnaður muni nema 50 milljörðum jena á tímabilinu fram til mars á næsta ári. Markaðurinn telur þó að um 39 milljarða jena hagnað verði að ræða.

Í mars tilkynnti Nintendu um samstarf við japanska fyrirtækið DeNa við gerð og þróun á leikjum fyrir snjallsíma. Þeir eru væntanlegir á næsta ári. Sérfræðingar telja að áætlunin um að komast á snjallsíma markaðinn á næsta ári muni bæta upp fyrir dræma sölu á hefðbundnum tölvuleikjum.