*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 24. maí 2013 15:47

Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn að baki

Fyrsti fundur ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var haldinn í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar var haldinn í dag í Stjórnarráðinu í dag. Eins og áður hefur komið fram hefur enginn ráðherra nýrrar ríkisstjórnar setið í stjórn áður.

Hægra megin á myndinni sjást þau Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Sigmundur Davið situr við borðsendann eins og venja er að forsætisráðherra geri á ríkisstjórnarfundum.

Vinstra megin á myndinni talið frá Sigmundi eru þau Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar-, sjávarútvegs og umhverfisráðherra og hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.

Samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu voru umfjöllunarefni fundarins þessi:

  1. Handbók ráðherra – fræðslufundur fyrir ráðherra
  2. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins 
  3. Eftirfylgni og innleiðing stefnuyfirlýsingar 
  4. Ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna 
  5. Einfalt og skilvirkt regluverk fyrir atvinnulífið 
  6. Opinber heimsókn forseta Finnlands, 28. – 29. maí 2013