Líkur eru á að samdráttur í nýskráningum bifreiða verði um 10% á milli ára eftir mikinn samdrátt á seinni hluta ársins en vöxt á fyrsta fjórðungi, segir greiningardeild Landsbankans.

?Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2002 sem samdráttur er milli ára en við gerum ráð fyrir að nýskráningar á árinu verði rúmlega 23.000 bílar samanborið við tæp 26.000 árið 2005,? segir greiningardeildin.

Hún segir þó að salan í ár verði sú næstmesta frá upphafi. ?Eins og fjallað var um í Vegvísi fyrr í þessum mánuði fjölgaði nýskráningum verulega milli ára fyrstu þrjá mánuði ársins en frá því í apríl hefur þeim fækkað verulega og má helst rekja það til lækkunar á gengi krónunnar í febrúar og mars og almennt minnkandi þenslu í hagkerfinu,? segir greiningardeildin.